Áfangar í boði

Tölvu- og upplýsingatækni I Þrep 1 

Vinnustundir 80 

Viðfangsefni:  Ritvinnsla, kynningarforrit, miðlar, töflureiknir Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í tölvu- og upplýsingatækni á þrepi eitt eins og því er lýst í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Megináhersla er lögð á að nota upplýsingatækni á hagnýtan hátt og leysa einföld afmörkuð verkefni. Notkun á algengum forritum sem henta viðfangsefnum námsins er þjálfuð. Verkefni skal samþætta öðrum námsþáttum eins og kostur er, eins og stærðfræði, íslensku og erlendum tungumálum. Sértækar áherslur eru settar fram í námslýsingu hvers og eins fræðsluaðila.

Tölvu- og upplýsingatækni II Þrep 2

Vinnustundir 60 

Viðfangsefni Ritvinnsla, kynningarforrit, miðlar, töflureiknir Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í tölvu- og upplýsingatækni á þrepi tvö eins og því er lýst í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Megináhersla er lögð á að námsmaður þekki og noti öll algeng forrit við nám sitt og geti flutt efni á milli forrita ásamt því að tileinka sér notkun á nýjum forritum með sjálfsnámi. Námsmaður vinnur úr upplýsingum og notar viðeigandi framsetningu á skjölum og kynningarefni. Hann nýtir Netið við upplýsingaöflun og til að nota rafrænar þjónustugáttir. Verkefni skal samþætta öðrum námsþáttum eins og kostur er, eins og til dæmis stærðfræði, íslensku og erlendum tungumálum. Sértækar áherslur eru settar fram í námslýsingu hvers og eins fræðsluaðila.

Stærðfræði I Þrep 1 

Vinnustundir 160 

Viðfangsefni Reikniaðgerðir, algebra, brot og prósentur Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í stærðfræði á þrepi eitt. Viðmið sem unnin voru fyrir raunfærnimat í almennum bóklegum greinum liggja til grundvallar. Gera má ráð fyrir að í upphafi náms þurfi námsmenn eða hluti námsmanna að rifja upp undirstöðuatriði í samræmi við hæfniviðmið í Aðalnámskrá grunnskóla. Í námsþættinum er fjallað um undirstöðuatriði reikniaðgerða, tölur, forgangsröð, brot, prósentur, hlutföll, vexti, líkindi, jöfnur, mengi og hnitakerfi. Einnig um algebru, rúmfræði, tölfræði, líkindareikning og notkun vasareiknis og annarra hjálpartækja. Verkefni skal samþætta öðrum námsþáttum eins og kostur er, til dæmis tölvu- og upplýsingatækni. Sértækar áherslur eru settar fram í námslýsingu hvers og eins fræðsluaðila.


Stærðfræði II Þrep 2 

Vinnustundir 80 Námsgrein 

 Viðfangsefni Tölur, algebra, jöfnur, rúmfræði, talningarfræði, veldi Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í stærðfræði á þrepi tvö. Viðmið sem unnin voru fyrir raunfærnimat í almennum bóklegum greinum liggja til grundvallar. Helstu viðfangsefni námsþáttarins eru tölur, mengi, algebra, föll, rúmfræði, hnitakerfi og líkindareikningur. Einnig veldi, jöfnur, ójöfnur, mælingar, tölfræði, margliður, mengi og talningarfræði. Verkefni skal samþætta öðrum námsþáttum eins og kostur er, til dæmis tölvuog upplýsingatækni. Sértækar áherslur eru settar fram í námslýsingu hvers og eins fræðsluaðila.

Íslenska 1 Þrep 1 

Vinnustundir 100 

Námsgrein íslenska 

Viðfangsefni Ritun, bókmenntir, framsögn, lestraraðferðir, málfræði


Íslenska II Þrep 2 

Vinnustundir 100 

Námsgrein Íslenska 

Viðfangsefni Lestur, hlustun, ritun, úrvinnsla texta

Námstækni Þrep 2
Vinnustundir 40
Viðfangsefni: Námsáætlun, námsaðferðir, námsvenjur Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að þjálfa námsmenn í að beita námstækni og námsaðferðum sem henta þeim best í námi og starfi. Fjallað er um mismunandi námsvenjur einstaklinga, meðvitaðar og ómeðvitaðar og hvernig námstækni getur hjálpað við að tileinka sér betri námsvenjur. Einnig er fjallað um mismunandi matsaðferðir og námsmenn eru þjálfaðir í að framkvæma sjálfsmat og í prófatækni. Mikilvægt er að námstækni fléttist inn í alla námsþætti námskrárinnar.

Samskipti Þrep 2
Vinnustundir 20
Viðfangsefni: Samskipti Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að námsmenn efli færni sína í samskiptum við aðra. Fjallað er um helstu áhrifaþætti í mannlegum samskiptum. Einnig er fjallað um virka hlustun, það að gagnrýna, að taka við gagnrýni og að leysa ágreining.