Erlend tungumál I 

ENSKA
Þrep 1 

Vinnustundir: 120 

Viðfangsefni: Orðaforði, málnotkun
 
Lýsing:  Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í erlendu tungumáli á þrepi eitt. Viðmið sem unnin voru fyrir raunfærnimat í almennum bóklegum greinum liggja til grundvallar. Námsmenn eru þjálfaðir í samræðum, hlustun, lestri, framsögn, skilningi og málfari. Megináhersla er lögð á að byggja upp orðaforða í tungumálinu og kynna undirstöðuatriði í málfræði. Námsmenn taka þátt í samskiptum þar sem talað er um kunnugleg viðfangsefni og er leitast við að einfalda málnotkun. Verkefni skal samþætta öðrum námsþáttum eins og kostur er, til dæmis tölvu- og upplýsingatækni og íslensku. Sértækar áherslur eru settar fram í námslýsingu hvers og eins fræðsluaðila. Miðað er við að í námsþættinum sé lögð áhersla á ensku eða ensku og dönsku. 


Hæfniviðmið námsþáttar:

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:  

- Daglegu máli um efni sem tengjast honum persónulega, vinnu hans, námi og áhugamálum. 

- Töluðu máli um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega. 

- Mannlífi, menningu, siðum og samskiptavenjum í löndum þar sem tungumálið er talað sem móðurmál/fyrsta mál. 

- Grundvallarþáttum málkerfisins, formgerð og byggingu texta og muni á töluðu og rituðu máli. 

- Undirstöðumálfræði og einfaldri málnotkun. 


Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:  

- Lesa ýmiss konar texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni og beita viðeigandi aðferðum eftir því hver tilgangur með lestrinum er. 

- Taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisisvenjum, málvenjum og hljómfalli við hæfi.

 - Segja frá á skýran hátt með því að beita (orðaforða) málvenjum, framburði, áherslum og hljómfalli á sem réttastan hátt. 

- Fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál. 

- Miðla upplýsingum og skoðunum sínum skipulega á rituðu formi. 

- Svara skriflega fyrirspurnum í tölvupósti og bréfum. 

- Nota heimildir á netinu og annað efni máli sínu til stuðnings. 

- Skrifa um atburði sem eru kunnuglegir eða hafa persónulega þýðingu fyrir hann. 

- Nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi. 


Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

- Fylgjast með frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt. 

- Afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta þær í náminu. 

- Tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum og geta dregið ályktanir af því sem hann les. 

- Lesa texta af hæfilegu þyngdarstigi sér til ánægju og þroska og tjá skoðun sína um textann. 

- Miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum. - Skrifa um atburði, ímyndaða og raunverulega. 

- Takast á við aðstæður sem skapast á ferðalögum erlendis þar sem tungumálið er talað og geta tekið þátt í félagslegum samskiptum. 

- Taka þátt í almennum samræðum og tjáð sig á viðeigandi hátt við flestar aðstæður á góðu og skýru máli. 

- Fjalla um efni sem hann hefur áhuga á og þekkir vel. 


Námsmat: Lögð er áhersla á mismunandi matsaðferðir.  

Þrep 2 

Vinnustundir 120  

Viðfangsefni Orðaforði, málnotkun
 
Lýsing:  Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í erlendu tungumáli á þrepi tvö. Viðmið sem unnin voru fyrir raunfærnimat í almennum bóklegum greinum liggja til grundvallar. Unnið er með samræður, hlustun, lestur, framsögn, skilning og málfar. Námsmenn taka þátt í samskiptum þar sem reynir á almenna færni í tungumálinu, bæði um þekkt viðfangsefni og óþekkt. Námsmenn fá þjálfun í að beita tungumálinu af lipurð í töluðu og rituðu máli. Verkefni skal samþætta öðrum námsþáttum eins og kostur er, til dæmis tölvu- og upplýsingatækni og íslensku. Sértækar áherslur eru settar fram í námslýsingu hvers og eins fræðsluaðila. Miðað er við að í námsþættinum sé lögð áhersla á ensku eða ensku og dönsku. 


Hæfniviðmið námsþáttar:

 Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:  

- Vönduðu máli á viðkomandi tungumáli um persónulegar upplýsingar sem tengjast daglegu lífi, starfi, námi og áhugamálum. 

- Helstu menningarsvæðum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál. 

- Mismunandi aðferðum við lestur, svo sem ítarlestur, skimun og hraðlestur. 

- Einkennum margvíslegra textategunda, s.s. skáldverka, ljóða, tímaritsgreina, opinberra skjala eða bloggfærslna. 

- Algengustu málfræðihugtökum í tungumálinu. 

- Hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls. 

- Orðaforða sem nauðsynlegur er til að tjá sig af nokkru öryggi og án mikillar umhugsunar um efni sem hann þekkir, hefur áhuga á eða tengjast daglegu lífi. 


Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:  

- Skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni. 

- Nota málfræði á markvissan hátt í nútíð, þátíð og framtíð. 

- Greina og skilja málfarsmun eftir málsvæðum og við mismunandi aðstæður. 

- Lesa sér til ánægju og/eða gagns efni sem gerir til hans miklar kröfur, hvað varðar orðaforða, uppbyggingu, myndmál og stílbrögð. 

- Beita lestraraðferðum sem eiga við eftir gerð texta eða viðfangsefnis. 

- Tjá sig munnlega og skriflega á skýran hátt um málefni sem hann hefur kynnt sér og taka virkan þátt í samskiptum. 

- Beita málinu af lipurð og kunnáttu og taka þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónulegt, menningarlegt og félagslegt efni.

- Nota leiðréttingarforrit og önnur hjálpargögn við ritsmíðar. 

- Tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt fyrir áheyrendum.

- Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

- Fylgjast með í hversdagslegum samræðum þegar talað er skýrt og á venjulegu máli, hvort sem hann þekkir efnið eða ekki. 

- Eiga frumkvæði í samræðum og taka þátt í skoðanaskiptum. 

- Gera grein fyrir og rökstyðja skoðanir sínar og lýsa reynslu sinni. 

- Flytja kynningar á undirbúnum texta ásamt því að bregðast við spurningum. 

- Lesa, meta og fjalla um atburðarás og persónur í bókmenntum. 

- Semja texta frá eigin brjósti og vera óhræddur við að beita ríkulegu tungutaki og skapandi ritun. 


Námsmat: Lögð er áhersla á mismunandi matsaðferðir.
 

Tölvu- og upplýsingatækni I Þrep 1 

Vinnustundir 80 

Viðfangsefni:  Ritvinnsla, kynningarforrit, miðlar, töflureiknir Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í tölvu- og upplýsingatækni á þrepi eitt eins og því er lýst í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Megináhersla er lögð á að nota upplýsingatækni á hagnýtan hátt og leysa einföld afmörkuð verkefni. Notkun á algengum forritum sem henta viðfangsefnum námsins er þjálfuð. Verkefni skal samþætta öðrum námsþáttum eins og kostur er, eins og stærðfræði, íslensku og erlendum tungumálum. Sértækar áherslur eru settar fram í námslýsingu hvers og eins fræðsluaðila.

Tölvu- og upplýsingatækni II Þrep 2

Vinnustundir 60 

Viðfangsefni Ritvinnsla, kynningarforrit, miðlar, töflureiknir Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í tölvu- og upplýsingatækni á þrepi tvö eins og því er lýst í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Megináhersla er lögð á að námsmaður þekki og noti öll algeng forrit við nám sitt og geti flutt efni á milli forrita ásamt því að tileinka sér notkun á nýjum forritum með sjálfsnámi. Námsmaður vinnur úr upplýsingum og notar viðeigandi framsetningu á skjölum og kynningarefni. Hann nýtir Netið við upplýsingaöflun og til að nota rafrænar þjónustugáttir. Verkefni skal samþætta öðrum námsþáttum eins og kostur er, eins og til dæmis stærðfræði, íslensku og erlendum tungumálum. Sértækar áherslur eru settar fram í námslýsingu hvers og eins fræðsluaðila.

Stærðfræði I Þrep 1 

Vinnustundir 160 

Viðfangsefni Reikniaðgerðir, algebra, brot og prósentur Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í stærðfræði á þrepi eitt. Viðmið sem unnin voru fyrir raunfærnimat í almennum bóklegum greinum liggja til grundvallar. Gera má ráð fyrir að í upphafi náms þurfi námsmenn eða hluti námsmanna að rifja upp undirstöðuatriði í samræmi við hæfniviðmið í Aðalnámskrá grunnskóla. Í námsþættinum er fjallað um undirstöðuatriði reikniaðgerða, tölur, forgangsröð, brot, prósentur, hlutföll, vexti, líkindi, jöfnur, mengi og hnitakerfi. Einnig um algebru, rúmfræði, tölfræði, líkindareikning og notkun vasareiknis og annarra hjálpartækja. Verkefni skal samþætta öðrum námsþáttum eins og kostur er, til dæmis tölvu- og upplýsingatækni. Sértækar áherslur eru settar fram í námslýsingu hvers og eins fræðsluaðila.


Stærðfræði II Þrep 2 

Vinnustundir 80 Námsgrein 

 Viðfangsefni Tölur, algebra, jöfnur, rúmfræði, talningarfræði, veldi Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í stærðfræði á þrepi tvö. Viðmið sem unnin voru fyrir raunfærnimat í almennum bóklegum greinum liggja til grundvallar. Helstu viðfangsefni námsþáttarins eru tölur, mengi, algebra, föll, rúmfræði, hnitakerfi og líkindareikningur. Einnig veldi, jöfnur, ójöfnur, mælingar, tölfræði, margliður, mengi og talningarfræði. Verkefni skal samþætta öðrum námsþáttum eins og kostur er, til dæmis tölvuog upplýsingatækni. Sértækar áherslur eru settar fram í námslýsingu hvers og eins fræðsluaðila.

Íslenska 1 Þrep 1 

Vinnustundir 100 

Námsgrein íslenska 

Viðfangsefni Ritun, bókmenntir, framsögn, lestraraðferðir, málfræði


Íslenska II Þrep 2 

Vinnustundir 100 

Námsgrein Íslenska 

Viðfangsefni Lestur, hlustun, ritun, úrvinnsla texta

Námstækni Þrep 2
Vinnustundir 40
Viðfangsefni: Námsáætlun, námsaðferðir, námsvenjur Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að þjálfa námsmenn í að beita námstækni og námsaðferðum sem henta þeim best í námi og starfi. Fjallað er um mismunandi námsvenjur einstaklinga, meðvitaðar og ómeðvitaðar og hvernig námstækni getur hjálpað við að tileinka sér betri námsvenjur. Einnig er fjallað um mismunandi matsaðferðir og námsmenn eru þjálfaðir í að framkvæma sjálfsmat og í prófatækni. Mikilvægt er að námstækni fléttist inn í alla námsþætti námskrárinnar.

Samskipti Þrep 2
Vinnustundir 20
Viðfangsefni: Samskipti Lýsing Tilgangur námsþáttarins er að námsmenn efli færni sína í samskiptum við aðra. Fjallað er um helstu áhrifaþætti í mannlegum samskiptum. Einnig er fjallað um virka hlustun, það að gagnrýna, að taka við gagnrýni og að leysa ágreining.