Available courses

Tilgangur þessa námsþáttar er að námsmenn öðlist staðgóða þekkingu á uppbyggingu velferðarkerfisins og grundvallarhugmyndum um þjónustu við fatlað fólk. Fjallað er um skilgreiningar sem búa að baki hugtökum, sem og um gildismat, hugmyndafræði og leiðir til að efla gæði þjónustunnar. Fjallað er um helstu áskoranir sem velferðarkerfið stendur frammi fyrir og velt er upp hugmyndum sem miða að því að byggja upp öfluga og virka velferðarþjónustu til framtíðar. Kynntar eru áherslur í stjórnsýslu byggðar á lögum, reglugerðum og öðrum viðmiðum um málefni fatlaðs fólks. Einnig eru kynntar nýjungar í þjónustu við fatlað fólk sem byggir á sjálfseflingu og ákvörðunarrétti um tilhögun daglegs lífs. Loks er fjallað um aðra hópa sem njóta ríkrar verndar, svo sem börn og regluverk barnaverndar, þar sem áhersla er lögð á atriði sem taka þarf tillit til þegar um fötlun er að ræða.